Gott veður en kalt.
Hæ,
Prófalestur er sem sagt hafinn...hófst raunar í gær. Ég er að róa upp skítalæk eins og góður vinur minn í Stokkhólmi tekur til orða. Ég geri mitt besta úr þessu og sjáum hvað setur. Í versta falli dusta ég rykið af lyftaraprófinu og flyt á Eskifjörð.
Dagurinn í dag byrjaði ágætlega og eins og í gær þá hófst hann á því að ég vaknaði. Ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að þannig byrjar dagurinn oft hjá mér. Börnin voru ljúf eins og oftast...Dísa var reyndar ekki alveg sammála að fylgja þeim tískustraumi sem pabbi valdi handa henni, en sættist fljótlega þegar hún sá að hún gat haft buxurnar ofan í skónum...af hverju? Jú, hún vildi sýna nýju fínu skóna sem Mamma keypti í gær. Pabbi var ekki alveg að fatta í fyrstu. Matthías var nokkuð kátur og til í að fara á leikfangavígvöllinn. Alexander eins og eiginlega alltaf spratt á fætur og í föt vandræðalaust. Hann hefur þetta ekki frá foreldrum sínum. Morgunógleði hefur verið krónískur sjúkdómur hjá mér í mörg ár og engin lækning í sjónmáli.
Eins og áður sagði þá er ég í prófalestri og því fullkomlega eðlilegt að ég eyddi tíma í að blogga ;) Jamm, en ætla sem sagt að láta staðar numið núna. Kominn með te í bollann...já er að reyna að minnka kaffidrykkjuna. Lagermenn Nettó eru farnir að líta mig spurnaraugum þegar ég mæti á svæðið. Virðist kaupa fullmikið af kaffi að þeir hafa ekki undan að fylla á. Leitt að hafa kaffipásurnar af þeim.
kveðja í bili,
Arnar Thor
Prófalestur er sem sagt hafinn...hófst raunar í gær. Ég er að róa upp skítalæk eins og góður vinur minn í Stokkhólmi tekur til orða. Ég geri mitt besta úr þessu og sjáum hvað setur. Í versta falli dusta ég rykið af lyftaraprófinu og flyt á Eskifjörð.
Dagurinn í dag byrjaði ágætlega og eins og í gær þá hófst hann á því að ég vaknaði. Ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að þannig byrjar dagurinn oft hjá mér. Börnin voru ljúf eins og oftast...Dísa var reyndar ekki alveg sammála að fylgja þeim tískustraumi sem pabbi valdi handa henni, en sættist fljótlega þegar hún sá að hún gat haft buxurnar ofan í skónum...af hverju? Jú, hún vildi sýna nýju fínu skóna sem Mamma keypti í gær. Pabbi var ekki alveg að fatta í fyrstu. Matthías var nokkuð kátur og til í að fara á leikfangavígvöllinn. Alexander eins og eiginlega alltaf spratt á fætur og í föt vandræðalaust. Hann hefur þetta ekki frá foreldrum sínum. Morgunógleði hefur verið krónískur sjúkdómur hjá mér í mörg ár og engin lækning í sjónmáli.
Eins og áður sagði þá er ég í prófalestri og því fullkomlega eðlilegt að ég eyddi tíma í að blogga ;) Jamm, en ætla sem sagt að láta staðar numið núna. Kominn með te í bollann...já er að reyna að minnka kaffidrykkjuna. Lagermenn Nettó eru farnir að líta mig spurnaraugum þegar ég mæti á svæðið. Virðist kaupa fullmikið af kaffi að þeir hafa ekki undan að fylla á. Leitt að hafa kaffipásurnar af þeim.
kveðja í bili,
Arnar Thor
Ummæli